Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2016 10:06

Stórfelld fjölgun liðskiptaaðgerða

Liðskiptaaðgerðum verður fjölgað á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi á þessu ári samkvæmt sérstökum samningi við heilbrigðisráðuneytið. Að sögn Guðjóns Brjánssonar forstjóra HVE nemur fjölgunin 75 aðgerðum umfram þær 110 aðgerðir sem áætlaðar höfðu verið á árinu. „Eins og kunnugt er, þá hefur verið unnið að því að stytta biðlista í tilteknum aðgerðaflokkum í heilbrigðiskerfinu sem lengst hafa til muna undanfarin misseri. Í þessu sambandi má nefna að nú bíða nær þúsund Íslendingar eftir liðskiptaaðgerð. Önnur sjúkrahús sem taka þátt í átaksverkefninu eru LSH og Sjúkrahúsið á Akureyri en markmið stjórnvalda er að aðgerðum á þessu sviði fjölgi í heild um 570 á árinu. Þess er vænst að áframhald verði á þessu verkefni á næsta ári en stofnunin fær skilyrta fjárveitingu að upphæð ríflega 54 milljónir króna ef tekst að uppfylla markmiðin um 75 aðgerðir til viðbótar innan ársins. Við þessa aukningu í starfseminni verður nauðsynlegt að fjölga fagfólki um ríflega þrjú stöðugildi,“ segir Guðjón.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is