Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2016 02:08

Umhverfisvaktin kærir leyfi til stækkunar álvers

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur sent kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna starfsleyfis sem Umhverfisstofnun gaf út 16. desember síðastliðinn til Norðuráls á Grundartanga. Kært er að Umhverfisstofnun skuli hafa veitt leyfi fyrir um 50 þúsund tonna framleiðsluaukingu á ári.

Segir í kærunni að með þessu sé Norðuráli veittar losunarheimildir fyrir flúor sem geri fyrirtækinu kleift að sleppa langtum meira flúori út í andrúmsloftið en var árið 2014. Umhverfisvaktin færir í kærunni rök fyrir kröfu um að nýja starfsleyfið fyrir Norðurál verði fellt úr gildi. Það verði ekki endurnýjað fyrr en flúormengun hafi verið mæld utan þynningarsvæðis í minnst tvö ár, vísindarannsóknir fari fram á áhrifum langtíma flúormengunar á íslenskt búfé, staða flúormengunar verði gefin upp á rauntíma, gerð verði haldgóð viðbragðsáætlun fyrir mengunarslys, umhverfisvöktun á eigin mengun verði tekin úr höndum Norðuráls og færð til opinberra aðila og að Norðurál sýni fram á að álver þess á Grundartanga starfi eftir sambærilegum viðmiðun um losun flúors og Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. Sjá má kæruna í heild á vef Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is