Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2016 10:19

Samþykkt með minnsta mun að auglýsa skipulag vegna fiskþurrkunar

Síðdegis í gær var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á Akranesi hvort auglýsa ætti breytingu á deiliskipulagi svo hægt verði að stækka fiskþurrkun Laugafisks á Breiðinni á Akranesi. Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Meirihlutinn í bæjarstjórn klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Þeir sem voru fylgjandi voru Ólafur Adolfsson, Einar Brandsson, Sigríður Indriðadóttir og Rakel Óskarsdóttir frá Sjálfstæðisflokki auk Ingibjargar Valdimarsdóttur frá Samfylkingu. Andvígir tillögunni voru Valdís Eyjólfsdóttir Sjálfstæðisflokki, Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylkingu, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir Bjartri framtíð og Ingibjörg Pálmadóttir Frjálsum með Framsókn. Því voru einungis fjórir af sex bæjarfulltrúum meirihlutans fylgjandi tillögunni en með atkvæði annars fulltrúa Samfylkingarinnar var tillagan samþykkt í bæjarstjórn. Ingibjörg Valdimarsdóttir lét eftirfarandi bókun fylgja með sínu atkvæði: "Undirrituð samþykkir hér með að senda fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu nr. 1509146 vegna breiðarsvæðis - Breiðargötu 8, 8A og 8B í auglýsingu en er þó ekki með því að taka endanlega afstöðu til deiliskipulagstillögunnar sjálfrar. Þá afstöðu mun ég taka þegar allar umsagnir liggja fyrir eftir lýðræðislegt auglýsingarferli og tillagan kemur til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn."

 

Nú fer málið í deiliskipulagsferli hjá Akraneskaupstað, þar sem breytingarnar verða auglýstar og bæjarbúar geta þá fyrst kynnt sér ítarlega hvað fyrirtækið hyggst gera og lagt fram athugasemdir. Líkt og fram kom í Skessuhorni sem kom út í dag sagði Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn og formaður bæjarráðs, bæjarfulltrúa hafa fengið tækifæri til að kynna sér málin mjög vel áður en ákvörðun var tekin. Nýverið var farið í kynnisferðir þar sem aðrar fiskþurrkunarverksmiðjur voru skoðaðar til samanburðar.

 

Í október síðastliðnum óskaði bæjarstjórn eftir frekari gögnum frá HB Granda um það hvernig fyrirtækið hygðist standa að stækkuninni þar sem bæjarfulltrúar vildu fá nánari svör áður en gengið yrði til atkvæðagreiðslu um breytingar á deiliskipulagi vegna hennar. Athugasemdir fyrirtækisins hafa ekki verið gerðar opinberar enn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is