Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2016 10:35

Maður í haldi lögreglu eftir bruna í Dölum í nótt

Laust fyrir klukkan fimm í nótt var Lögreglunni á Vesturlandi tilkynnt að ölvaður maður gengi berserksgang við Hótel Ljósaland í Saurbæ í Dölum. Fór lögreglan áleiðis á vettvang. Um hálftíma síðar var tilkynnt að kviknað væri í hótelbyggingunni og voru slökkviliðin í Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppi þá kölluð út. Að sögn slökkviliðsmanna gekk slökkvistarf vel og var veður hagstætt. Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið en vel gekk að ráða niðurlögum hans. Eldurinn kom upp í nýbyggingu hótelsins sem ekki hefur enn verið tekin í gagnið. Tjón á húsinu er mikið eftir brunann og er hluti þess fallinn. Það sem eftir stendur er illa farið af eld, reyk og sóti.

Lögregla handtók einn mann á vettvangi og er hann grunaður um að hafa kveikt í byggingunni og er hann í haldi lögreglu.  Málið er til rannsóknar hjá rannsóknadeild LVL. Engir gestir voru í hótelinu þegar kviknaði í byggingunni og enginn slasaðist.

 

Meðfylgjandi myndir tók Gísli Einarsson fréttamaður RUV á Vesturlandi í morgun í þann mund sem slökkvistarfi var að ljúka.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is