01. febrúar. 2016 10:01
Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í morgun segir að víða sé nokkur hálka á Vesturlandi en á Bröttubrekku er þæfingsfærð og snjóþekja á Svínadal og á norðanverðu Snæfellsnesi. Ófært er á Fróðárheiði. Óveður er í Staðarsveit og stórhríð á Útnesvegi. Skafrenningur er mjög víða á Vesturlandi, einkum á fjallvegum.