17. febrúar. 2016 02:17
Garðar Bergmann Gunnlaugsson er flestum landsmönnum kunnur. Á fimmtán ára ferli sínum sem knattspyrnumaður hefur hann skorað fjölda marka, bæði hérlendis og erlendis, en einnig gengið í gegnum erfiða tíma, meiðsli og slíkt. Sem atvinnumaður hefur hann kynnst bæði velferðarsamfélögum og samfélagi þar sem spillingin ræður ríkjum. Eftir að Garðar sneri heim settist hann að á Akranesi á nýjan leik og hefur leikið vel með liði ÍA. Til marks um góðan árangur hlaut hann bronsskóinn á síðasta keppnistímabili og var valinn í fyrsta sinni til að leika með landsliði Íslands fyrr á þessu ári, 32 ára að aldri. Blaðamaður Skessuhorns tók hús á Garðari að heimili hans á Akranesi og ræddi við hann um knattspyrnuna, lífið og tilveruna.
Sjá fróðlegt viðtal við knattspyrnumanninn knáa í Skessuhorni vikunnar.