24. febrúar. 2016 01:57
Á aðalfundi í Kúabændafélaginu Baulu, sem fram fór síðastliðinn föstudag, voru veittar viðurkenningar nokkrum kúabúum á starfssvæði félagsins fyrir ræktunarstarf. Kúabændafélagið Baula á Vesturlandi var stofnað árið 2011. Það tók við af Mjólkurbúi Borgfirðinga, sem er samvinnufélag sem stofnað var 1994 og tók síðar yfir hlutverk þriggja kúabændafélaga á Borgarfjarðarsvæðinu. Félagið nær ekki yfir Dalabyggð og Borgarfjörð sunnan Skarðsheiðar. Hlutverk Baulu er að vinna að sameiginlegum hagsmunum kúabænda á svæðinu.
Afurðahæsta kúabúið 2015 var Hvanneyrarbúið í Andakíl. Þá var kýrin Urður frá Hvanneyri í Andakíl afurðahæst kúa á starfssvæðinu og hæst dæmda kvígan var Rjóð frá Glitstöðum í Norðurárdal.
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.