Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

Sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga

Höfum til sölu sérhönnuð lúsmýsnet fyrir glugga í heilum metrum. Leitið upplýsinga á postverslun.is
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. mars. 2016 01:00

Rúmlega fjórðungs samdráttur á heildarafla flotans

Heildarafli íslenska flotans á fyrstu sex mánuðum fiskveiðiársins 2015 til 2016, frá 1. september 2015 til loka febrúar 2016, nam tæpum 472 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 648 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla sem nemur um 27,2 prósentum eða rúmlega 176 þúsund tonnum. Skýrist samdrátturinn að mestu leyti af minni síldar- og loðnuafla í ár en á sama tíma í fyrra.

Mikill samdráttur er á heildarafla uppsjávarfisks. „Borið saman við sama tímabil á síðasta fiskveiðiári er nú mikill samdráttur í uppsjávarfiski.  Heildaraflinn fer milli ára úr rúmum 423 þúsund tonnum í rúm 227 þúsund tonn og dregst saman um 46,3%,“ segir á vef Fiskistofu. Eins og áður sagði er það samdráttur í síldar- og loðnuafla sem skiptir sköpum í þessu samhengi.

 

Aftur á móti eykst heildarafli botnfisks annars vegar og hryggleysingja og krabbadýra hins vegar. „Á fyrstu 6 mánuðum yfirstandandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip um 17 þúsund tonnum meira af þorski (13,4%) og um 3,5 þúsund tonnum meira af ýsu (17,8%) en á sama tímabili á fyrra ári. Þá dróst ufsaaflinn saman á milli ára um 4 þúsund tonn eða um 18,5%. Heildaraflinn í botnfiski er um 18,5 þúsund tonnum meiri (8,5%) en á fyrra ári,“ segir á vef Fiskistofu. „Helstu tíðindi af afla í hryggleysingjum og krabbadýrum borið saman við sama tímabil fyrra árs er að aflinn eykst um rúmt eitt þúsund tonn, þ.e. frá rúmum 3 þúsund tonnum í fyrra upp í rúm 4 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Er þessi aukning mest vegna aukinnar veiði í rækju (10%), hörpudiski (138%) og sjæbúgum (138%).“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is