03. apríl. 2016 04:47
Síðastliðinn fimmtudagskvöld fór fram síðasta mótið í „Gluggar og Gler“ deildinni í hestaíþróttum þar sem keppt var í tölti. Þetta var síðasta mótið í fimm móta röð áhugamannadeildar Spretts. Frábær stemning var í Samskipahöllinni og góð mæting á pallana. Það var Ámundi Sigurðsson í Borgarnesi sem fór með sigur af hólmi að þessu sinni á hestinum Hrafni frá Smáratúni. Hlutu þeir 6,78 í einkunn sem jafnframt var nokkuð örugg forysta. Í öðru sæti varð Birgitta Dröfn Kristinsdóttir á Hlýra frá Hveragerði og þriðju Árni Sigfús og Stígur frá Halldórsstöðum. Þess má geta að Vestlendingurinn Viggó Sigursteinsson var fimmti á Glitni frá Margrétarhofi.
Áhugamannadeildin hefur slegið rækilega í gegn og hefur myndast mjög skemmtileg stemning í kringum hana bæði á meðal áhorfenda og keppenda. Lið Ámunda er að stærstum hluta skipað fólki af Vesturlandi eða með tengingu þangað. Það keppir í nafni Garðatorgs & ALP/GáK. Liðið hafnaði um miðbik deildarinnar í stigatöflunni, varð í 7. sæti af alls 15 liðum.