Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2005 05:05

Mokfiskerí en verðhrun á mörkuðum

Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu og mokafla hjá sjómönnum víða um land að undanförnu, hafa margir þeirra, m.a. sjómenn á Snæfellsnesi og Akranesi, haldið sig í landi síðustu daga vegna verðlækkana á fiskmörkuðum. Verð á fiski hefur lækkað svo mjög að óhætt er að segja að um hrun hafi verið að ræða. T.d. hefur ýsuverð svo gott sem hrunið og gengið hefur svo langt að sjómenn kalla ýsuna “bræðslufisk” sín á milli. Meðalverð á óslægðri ýsu á fiskmörkuðum landsins er nú um 50 krónur fyrir kílóið en um 100 krónur fyrir kíló þorsks. Til samanburðar má nefna að á sama tíma á síðasta ári var verð á óslægðri ýsu um 100 krónur á fiskmörkuðunum en um 150 krónur fengust fyrir þorskinn. Um 200 krónur fengust fyrir þorskkílóið fyrir aðeins mánuði síðan.

Á meðfylgjandi mynd er Hjörleifur skipstjóri á Geisla SH í Ólafsvík að koma að landi með fullfermi af vænum fiski, en Geisli er nýr hraðfiskibátur sem smíðaður var á Akranesi á sl. ári.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is