29. apríl. 2016 09:05
Knattspyrnusumarið 2016 hefst formlega á sunnudaginn þegar leiknir verða fjórir leikir í Pepsí deild karla. ÍA er á sínu öðru tímabili í deild þeirra bestu, en liðið hafnaði í 7. sæti í fyrra og þykir það góður árangur hjá nýliðum. Skagamenn mæta ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í fyrsta leik sumarsins. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, var bjartsýnn þegar blaðamaður Skessuhorns heyrði í honum hljóðið á mánudag. „Mér líst bara vel á þetta. Það er alltaf gaman þegar stutt er í mót og við hlökkum til að taka slaginn,“ segir Gunnlaugur og markmið sumarsins er skýrt. „Markmiðið er að festa okkur enn betur í sessi í þessari deild. Við náðum 7. sætinu síðast og vonandi getum við byggt ofan á það og lagt grunn að frekari velgengni Skagaliðsins á næstu árum,“ segir Gunnlaugur.
Sjá nánar viðtal við Gulla Jóns í Skessuhorni vikunnar.