01. maí. 2016 09:08
Í dag er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins. Verkalýðsfélög á Vesturlandi standa fyrir dagskrá í tilefni dagsins víðsvegar um landshlutann. Vísast þar til auglýsinga í Skessuhorni og öðrum héraðsmiðlum. Ekki er úr vegi að rifja upp textann sem í áratugi hefur heyrst á þessum degi, sjálfan Nallann, en hann stendur alltaf fyrir sínu, og kannski ekki síst nú.
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu við brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag-
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.
Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.
Skessuhorn sendir baráttukveðjur til allra í tilefni dagsins.