01. maí. 2016 02:09
Klukkan 14 í dag hófust hátíðarhöld á Akranesi á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Að þeim standa í sameiningu Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT, KÍ og Sjúkraliðafélag Íslands. Safnast var saman við Kirkjubraut 40 og genginn hringur í kröfugöngu um Neðri Skagann með lögreglu, fánabera og Skólahljómsveit Akraness í broddi fylkingar. Hátíðardagskrá er nú í þann mund að hefjast í sal VLFA. Aðalræðumaður dagsins er Drífa Snædal en fundarstjóri er Vilhjálmur Birgisson. Kvennakórinn Ymur mun syngja og kaffiveitingar í boði. Klukkan 15 er öllum börnum boðið á bíósýningu í Bíóhöllinni.