03. maí. 2016 04:28
Föstudaginn 6. maí verða haldnir tónleikar í Akranesvita og í Frystiklefanum í Rifi daginn eftir, eða á laugardeginum. Það er norsk hljómsveit sem ber nafnið Digwalley sem kemur fram. Forsprakki hljómsveitarinnar og söngvari heitir Eirik Boen Gravdal. Hljómsveitin er skipuð þremur einstaklingum, en auk Eiriks eru Kim Christer Hylland á trommur og Ruben Akanes á bassa. Hljómsveitin heldur alls níu tónleika hringinn í kringum landið og er Akranesvitinn annar viðkomustaður sveitarinnar og Frystiklefinn sá þriðji. Tónleikarnir í Akranesvita hefjast kl. 20.00 og er aðgangseyrir kr. 1.000 ( enginn posi er á staðnum). Með hljómsveitinni verður kvikmyndatökumaður sem mun mynda tónleikaferðina um landið. Eirk hefur áður spilað í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi, en ástæða komu sveitarinnar hingað er umsögn Kára Viðarssonar, eiganda Frystiklefans, um magnaðan hljómburð Akranesvitans.
Hérna er slóð á myndband frá tónleikunum :
https://www.youtube.com/watch?v=U2z4MK0C_eI