Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2016 05:19

Mörkin skipta máli

Líkt og í boltanum skipta mörkin máli í sauðfjárræktinni. Á sama tíma og Íslandsmótið í knattspyrnu er að hefjast byrja bændur til sveita að sinna ánum á sauðburði. Meðal verka sem þessum annatíma fylgir er að marka lömbin áður en þau eru sett út á nýgræðinginn með mæðrum sínum. Í sérstakri reglugerð sem gildir um fjármörk segir að búfjáreiganda er skylt að hafa glöggt mark á öllu búfé. Lömb skulu t.d. eyrnamörkuð fyrir lok tólftu viku sumars. Í markaskrá skal skýra eyrnamörk með myndum og geta um heiti þeirra, til að líka þeir sem minna þekkja til markvörslu geti áttað sig á mörkunum. Í sauðfjárrækt, líkt og í boltanum, eru markverðir, en heita reyndar „Markaverðir“ í þeim tilvikum sem búfé á í hlut. Markaverðir skulu hafa eftirlit með fjármörkum og að reglugerðum sé fylgt en leiðbeina jafnframt bændum um mörk og marklag ef þurfa þykir.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin í dag á Sauðfjárbúinu á Hesti í Borgarfirði þar sem sauðburður er nú hafinn. Hestsbúið notar eins og sjá má aðalmarkið stíft og fjöður framan hægra og blaðstýft aftan vinstra. Á báðum eyrum er glöggt yfirmark sem vel má þekkja úr nokkurri fjarlægð. Slík greinargóð mörk koma sér vel að vori en ekki síst að hausti þegar fé er dregið í réttum. Reyndar hafa einhverjir látið í ljós ótta um að með evrópureglugerðum komandi ára verði jafnvel bannað að marka fé og nota þess í stað alfarið plastskilti og örmerki eins og við þekkjum í hrossaræktinni. Mörk á sauðfé verða þó vonandi jafn lengi við lýði hér á landi eins og mörkin í boltanum. 

 

Látum við hér staðar numið með markvarðarpistil dagsins.

 

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is