02. mars. 2005 05:06
Um síðustu helgi var 6 gróðurhúsalömpum stolið af gróðrarstöð í Borgarfirði og er þetta í annað skiptið á þessu ári sem lömpum er stolið af þessari stöð en fyrr á árinu hurfu 4 lampar. Garðyrkjubóndinn sem um ræðir sagði í samtali við blaðamann að stuldur sem þessi væri afar bagalegur í tvennum skilningi. Bæði vegna fjárhagslegs tjóns af sjálfum lampamissinum og ekki síður vegna uppskerutjóns, en oft kemur stuldur sem þessi ekki í ljós fyrr en nota á lampana til ræktunar, en tíma tekur að skaffa nýja.
MM