03. mars. 2005 10:22
Spurningakeppnin er að skipa fastan sess í menningu Dalamanna og var undanúrslitakeppnin haldin sl. fimmtudag. Þar mættu til keppni 20 þriggja manna lið úr Dölum, Saurbæ og Reykhólasveit. Keppnin var æsispennandi og var fullt út úr dyrum í Dalabúð. Þau tíu lið sem komust áfram og keppa til úrslita þann 10. mars eru: Fellsendi, Grunnskólinn í Búðardal, Kiddi og &, Barmahlíð Reykhólum, RARIK, Fagradalsgengið, Handverkshópurinn Bolli, KB-Búðardal, Hilmar og &. og Sauðfjárbændur í Haukadal en þeir síðastnefndu hafa titil að verja. Umsjónarmaður keppninnar var Einar Jón Geirsson og hafði hann sér til að stoðar hina röggsömu unnustu sína Svölu Svavarsdóttur.