22. mars. 2005 10:15
Eins og undanfarin ár kemur Ferðablaðið Vesturland út í byrjun maí. Meðal efnis í blaðinu er viðburðadagatal sumarsins þar sem kynnt eru helstu mannamót á sviði menningar og íþrótta. Nefna má viðburði á borði við golf, knattspyrnu, hestamót, tónleika, bæjar- og héraðshátíðir og fl. og fl. Þeir sem standa fyrir slíkum viðburðum á Vesturlandi eru hér með hvattir til að skrá þá á netið sem fyrst. Best er að fara inn á vefslóð Skessuhorns og undir hnappinn "Á döfinni" er skráningarform sem auðvelt er að fylla út.