Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2005 10:02

Farfuglarnir hópast í Borgarfjörð

Fiðraðir sumargestir koma nú til landsins hver af öðrum.  Að sögn Sverris Heiðars, kennara og fuglaáhugamanns á Hvanneyri, þá komu fystu grágæsirnar í Hvanneyrartúnið þann 9. mars sl.  Á mánudaginn sá hann svo fyrstu lóuna þetta vorið og á þriðjudaginn var svo mættur "þröstur í tún" eins og segir í kvæðinu.  Sífellt fjölgar svo stara á Hvanneyri og undanfarnar vikur hafa flokkar þeirra leitað ætis í görðum staðarbúa.  Þar hafa þeir gert sér að góðu leyfarnar, sem snjótittlingarnir höfðu ekki af að innbyrða í vetur, en Hvanneyringar eru mjög duglegir við að fóðra þá, þegar jarðbönn eru.  Auðnutittlingurinn er svo nánast daglegur gestur allan veturinn í görðum staðarbúa og óvenju mikið hefur Sverrir séð af músarrindli á Hvanneyri í vetur.  Þannig að það er ekki bara mannlífið og skólastarfið sem blómstrar á Hvanneyri, heldur virðist náttúran fylgja þeirri uppsveiflu.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is