22. mars. 2005 10:16
Vegna páskahelgarinnar kemur Skessuhorn út í dag, degi fyrr en vant er, en það er gert til að blöðin berist öllum áskrifendum fyrir páska. Meðal efnis er umfjöllun um fyrsta rammíslenska menningarhótelið hér á landi, frásögn og myndir af Fegurðarsamkeppni Vesturlands, sem fram fór um sl. helgi, umfjöllun um sigra og - töp í vestlenskum körfubolta, sagt frá niðurstöðum skýrslu um áhrif þverunar Grunnafjarðar, ályktun sveitarstjórnar Borgarfjarðarsveitar um skólamál og ýmislegt fleira.
Næsta tölublað af Skessuhorni kemur út miðvikudaginn 6. apríl.