24. mars. 2005 08:27
Helgi Pétur Magnússon, miðvallarleikmaður ÍA hefur verið valinn í 18 manna hóp U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu í fyrsta sinn. U -21 árs landsliðið, undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar þjálfara, mætir Króötum þann 25. mars nk. í undankeppni EM.
Helgi Pétur vakti verðskuldaða athygli með ÍA í lok móts í fyrra þegar hann kom inn í liðið sem miðjumaður og skoraði m.a. fimm mörk í síðustu þremur leikjunum. Það má því búast við að hann verði meðal lykilleikmanna ÍA í sumar.