Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2005 12:34

Gjald í Hvalfjarðargöng lækkar fyrir áskrifendur ferða

Eigandi Hvalfjarðarganganna, Spölur hf., hefur gert samning við Íslandsbanka um að endurfjármagna 5 milljarða króna innlend og erlend lán félagsins. Íslandsbanki lánar Speli 2 milljarða og hefur selt 13 fagfjárfestum skuldabréf fyrir 3 milljarða króna. Spölur notar fjármunina annars vegar til að greiða upp þriggja milljarða króna skuld við bandaríska líftryggingafélagið John Hancock og hins vegar tveggja milljarða króna skuld við íslenska ríkið. Samhliða því að undirritaður var samningur um endurfjármögnunina tekur ný gjaldskrá gjaldskrá fyrir umferð í Hvalfjarðargöngum tekur gildi þegar í dag. Veggjald fastra viðskiptavina (áskrifenda) í öllum gjaldflokkum lækkar og sömuleiðis lækkar verð á 10 ferða afsláttarkortum en gjald fyrir stakar ferðir breytist ekki.  

 

 

Samkvæmt nýrri gjaldskrá lækkar verð 100 áskriftarferða fjölskyldubíla langmest eða um 38%. Þessir viðskiptavinir aka nú um göngin fyrir 270 krónur í stað 440 króna áður.

 

Verð 40 áskriftarferða fjölskyldubíla lækkar um 29%. Þessir viðskiptavinir aka nú um göngin fyrir 390 krónur í stað 550 króna áður.

 

Notendur afsláttarkorta borga nú 600 krónur fyrir hverja ferð í stað 700 króna áður; lækkun um 14%.

 

Fram kom, að lækkun veggjaldsins skilar sér strax til viðskiptavina sem eiga inni á reikningum sínum hjá Speli og fjölgar ónotuðum ferðum þeirra sjálfkrafa í dag í samræmi við inneignina.

 

Áskrifendur ferða um Hvalfjarðargöng geta innan tíðar fengið upplýsingar um stöðu viðskiptareiknings síns á heimasíðu Spalar. Þeir sjá hve margar ferðir hafa verið notaðar af inneigninni hverju sinni og hve margar ferðir eru eftir.

 

Fram kemur í tilkynningu frá Speli, að Íslandsbanki bjóði fyrirtækinu hagstæðari vaxtakjör en þau sem fyrir eru á eldri lánum félagsins. Endurfjármögnun á lægri vöxtum og lengri greiðslutími lána skapi forsendur fyrir því að lækka verulega veggjald í Hvalfjarðargöngum. Þannig sé áætlað að meðaltekjur Spalar af hverjum bíl lækki úr 687 krónum árið 2004 í um 570 krónur árið 2005 sem svari til 15-20% lækkunar að jafnaði.

 

Þegar samið var um Hvalfjarðargöng árið 1996 var gert ráð fyrir að langtímalán Spalar yrðu endurgreidd að fullu 2018-2020. Spölur segir, að umferð um göngin hafi frá upphafi verið meiri en áætlað var og tekjur félagsins séu að sama skapi meiri en ráð var fyrir gert. Auknar tekjur hafi leyft hraðari greiðslu lána og að óbreyttu hefði Spölur greitt upp allar skuldir sínar 2014-2015. Nú sé hins vegar gert ráð fyrir að nýju lánin verði að fullu greidd árið 2018 og að íslenska ríkið fái göngin afhent skuldlaus í framhaldi af því.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is