09. apríl. 2005 07:11
Einvígi Snæfells og Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik lauk í dag með sigri Keflvíkinga sem lögðu Hólmara 99:88 í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og sigraði því 3:1 í rimmunni. Þetta er þriðji meistaratitill Keflvíkinga í röð og í Hólminum í dag var Magnús Gunnarsson í miklum ham og gerði 29 stig fyrir Keflavík. Þrátt fyrir þessi úrslit má Snæfell vel við una því liðið hefur sýnt óvenjulega mikinn karakter og baráttuvilja í mótinu í vetur. Engu að síður er það súrt að horfa á eftir bikarnum á Suðurnesin.