03. júní. 2005 08:01
Í dag, föstudaginn 3. júní, fagna unglingar í Félagsmiðstöðinni Óðali 15 ára afmælis félagsmiðstöðvarinnar. Opið hús verður frá klukkan 14 - 17 og verður heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi samhliða því að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar verður kynnt. Allir eru velkomnir í kaffi og kökur á opnu húsi, sérstaklega foreldrar!
Um kvöldið verður svo dansleikur frá kl. 21 - 24 fyrir unglingar úr 7. - 10. bekk þar sem hin landsþekkta hljómsveit Skítamórall sér um fjörið. Í tilefni dagsins ætla unglingarnir að mæta í sínu fínasta pússi og fagna lokum vetrarstarfsins áður en sumarstörf hefjast.