01. júní. 2005 08:03
Leitað að manni á Vesturlandi
Þyrla og björgunarsveitir af sunnanverðu Vesturlandi hafa í dag og gær leitað manns í Borgarfirði. Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir manninum sem heitir Bjarni Jónsson. Hann er 29 ára, 194 sm á hæð, grannvaxinn með ljósskolleitt stutt hár, klæddur dökkum gallabuxum, bláum jakka, dökkri peysu og dökkum skóm.
Bíll Bjarna fannst seinnipartinn í gær skammt frá Heiðarskóla í Melasveit. Talið er að til hans hafi sést við bílinn í fyrrakvöld og þá var hann í bláum kraftgalla.
Þeir sem telja sig geta gefið upplýsingar um ferðir Bjarna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Borgarnesi eða á höfuðborgarsvæðinu.