02. júní. 2005 11:52
Maðurinn, sem lögreglan lýsti eftir í gær og björgunarsveitir í Borgarfirði og af Akranesi hafa leitað í tvo daga, er kominn fram heill á húfi. Hann fannst á svipuðum slóðum og hann hvarf, þ.e. í Melasveit í Borgarfirði. Maður þessi, sem er af höfuðborgarsvæðinu, hefur átt við geðræn vandamál að stríða og hefur áður þurft að gera út leitarflokka til að grennslast fyrir um hann.