08. júní. 2005 10:31
Síðastliðinn föstudag opnaði Geirabakarí í Borgarnesi verslun og kaffihús í nýju verslunarhúsnæði Bónuss við brúarsporðinn í Borgarnesi. Þar verða á boðstólnum brauð og kökur í úrvali og auk þess ýmis konar brauðréttir og súpa í hádeginu.
Sigurgeir Erlendsson, bakari sagði viðbrögðin fyrstu dagana vera virkilega góð bæði af heimamönnum og ferðafólki og kvaðst hlakka til sumarsins.