07. júní. 2005 08:39
SNÆFELLSBÆR: Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur óskað eftir því að kaupa landsspildu úr landi Lýsuhólsskóla en fyrir dyrum stendur að jörðin, sem er ríkisjörð, verði seld núverandi ábúendum. Að sögn Kristins Jónassonar, bæjarstjóra Snæfellsbæjar er um að ræða það land sem Lýsuhólsskóli stendur á en skólalóðin er um átta hektarar.