09. júní. 2005 01:40
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hyggst skora á samgönguráðuneytið og Símann að bæta úr fjarskiptamálum á Hellnum. “Það er mikil umferð á Hellnum og næsta nágrenni og sú tækni sem þar er nú þjónar ekki þessari miklu umferð,” segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. “GSM samband á Hellnum er það slakt að það næst ekki samband nema á einstaka blettum og því þarf fólk að hlaupa út um holt og móa til að finna réttu þúfurnar ef það þarf að nota þessi tæki. Við óskum því eftir úrbótum sem allra fyrst,” segir Kristinn.