07. júní. 2005 01:42
Undanfarið hefur staðið yfir hreinsunarátak í Borgarfjarðarsveit. Hefur gámum verið fjölgað á svæðinu af þeim sökum. Einnig hefur farið fram söfnun á nytjahlutum sem aftur verða seldir á flóamarkaði þann 12. júní. Á þeim stöðum sem gámar hafa verið fyrir, eru áfram gámar fyrir timbur og gler, en á Árbergi hefur einnig verið komið fyrir gámi fyrir gler. Ónýtum heimilistækjum er leyfilegt að fleygja í járngáma og einnig gömlu girðingarefni. Seinna í sumar er einnig stefnt á allsherjar njólaeyðingu.