19. júní. 2005 06:54
Framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts Vesturlands hefur tekið þá ákvörðun að fella niður punktalágmark í opnu tölti. Skráning er því öllum opin og hefur skráningafrestur verið lengdur fram á miðnætti mánudaginn 20. júní nk.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun nefndarinnar er sú að skrá yfir hross sem náð hafa 80 punktum er ekki nægilega aðgengileg.
Skráning er í s: 894-9758 og 438-6858 og á netfangið: bkongur@bakkar.is