24. júní. 2005 08:16
REYKHÓLAR: Það hefur vakið nokkra athygli hjúkrunarfræðings, lækna og íþróttakennara að offituvandamál virðist lítt hrjá nemendur Reykhólaskóla. Börn í hreppnum virðast vera flest frekar grannvaxin, en offita barna er að verða þó nokkurt vandamál á Íslandi eins og kunnugt er. Engin skýring liggur fyrir á þessu og væri þetta e.t.v. verðugt rannsóknarefni fyrir sérfræðinga á þessu sviði.