01. júlí. 2005 07:10
Á morgun, laugardaginn 2. júlí klukkan 14, opnar sýning í Norska húsinu í Stykkishólmi tileinkuð samfelldum veðurathugunum á Íslandi í 160 ár. Magnús Jónsson, veðurstofustjóri opnar sýninguna og þá verða einnig vígðir 19. aldar útihitamælir og úrkomumælir sem Veðurstofa Íslands hefur sett upp við Norska húsið. Sýningin er opin daglega frá kl. 11.00 til 17.00 og stendur til 1. ágúst.