28. júní. 2005 09:11
Hin árlega héraðshátíð Dalamanna, Leifshátíð fer fram að venju aðra helgi, dagana 8.-10. júlí. Dagskrá hátíðarinnar hefur verið send inn á öll heimili í nágrannahéruðum og eru Vestlendingar hvattir til að kynna sér skemmtilega og metnaðarfulla dagskrá þar sem kennir margra grasa á borð við víkingabúðir, söngleik, færeyska dansa, glímu, steintök, atriði úr Ávaxtakörfunni, grill, Halla Reynis, tröllasögur, dansleiki og m.m.fleira. Á svæðinu verður Eiríkur rauði alla helgina ásamt fjölskyldu sinni og frænda; Þorgeiri Ástvaldssyni, sem verður kynnir hátíðarinnar. Allir í Dalina!