29. júní. 2005 03:08
Sungið á óskastund
“Einhverju sinni fyrir margt löngu hringdi til mín maður einhverra erinda og spurði síðan í framhjáhlaupi hvort ég væri ekki einn fjórmenninganna sem sungið hefði í Leikbræðrum. Ég játti því og þá sagði þessi viðmælandi minn að ekki væri ofmælt að við sem hefðum skipað þennan kvartett værum sannir hamingjumenn. Svo marga hefðum við glatt með fallegum söng okkar, að engu líkara væri en við værum fæddir undir heillastjörnu,” segir Friðjón Þórðarson, fyrrum alþingismaður og ráðherra. Ítarlegt viðtal birtist í Skessuhorni í dag við þá félaga Friðjón og Ástvald Magnússon, eftirlifandi félaga Leikbræðra, hins geysiþekkta kvartetts sem fyrst kom fram fyrir réttum 60 árum síðan.