30. júní. 2005 03:55
Vegna aukinna verkefna óskar Vesturlandsblaðið Skessuhorn eftir að ráða blaðamann í fullt starf. Í boði er krefjandi en skemmtilegt starf fyrir réttan aðila. Skilyrði er að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og rituðu máli, sé snöggur að vinna, hafi reynslu af hliðstæðum störfum og gjarnan menntun sem kemur að gagni. Viðkomandi þarf að hafa gott fréttamat og hafa mikinn áhuga á mannlífi líðandi stundar, jafnt atvinnulífi sem mýkri málefnum. Skilyrði er að viðkomandi sé eða verði búsettur á Vesturlandi. Ráðið verður í starfið sem fyrst.
Umsóknir, ásamt ferilsskrá, sendist Skessuhorni ehf, Kirkjubraut 54-56, 300 Akranesi, eða á tölvupósti: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 12. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon í síma 894-8998.