06. júlí. 2005 10:22
Sunnudaginn 10. júlí kl. 17:00 heldur strengjatríóið Tríó trix tónleika í Stykkishólmskirkju. Tríóið skipa þær Sigríður B. Baldvinsdóttir á fiðlu, Vigdís Másdóttir á víólu og Helga B. Ágústsdóttir á selló.
Tríó trix mun vera eina starfandi strengjatríóið hér á landi og hefur síðan það var stofnað haldið nokkra tónleika í Reykjavík og nágrenni.