Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2005 12:00

Hafnarframkvæmdir í Skorradal

Í síðustu viku var sett niður stór flotbryggja í Skorradalsvatni í landi Indriðastaða. Það er Jón Haukur Sigurðsson sumarhúsaeigandi í Indriðastaðalandi sem stendur fyrir framkvæmdinni en flotbryggjan er engin smásmíði. “Þetta er T bryggja 30 metra löng með um 17 metra löngum efri legg og þarna á að vera pláss fyrir allt að 30 báta,” segir Jón Haukur. “Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta er sú að hér er mjög aðgrunnt, ekki síst eins og vatnshæðin hefur verið að undanförnu, þannig að þeir sem hafa verið með báta á vatninu hafa lent í erfiðleikum. Ég veit meðal annars að það eyðilögðust skrúfur á þremur bátum í fyrra útaf þessu. Það eru líka margir sem hafa áhuga á að vera með báta en hafa ekki lagt í það út af aðstöðuleysi enda hafa nú þegar margir sýnt því áhuga að kaupa sér pláss við bryggjuna.”

 

Jón Haukur ætlar að selja bátalægi við flotbryggjuna og ganga sumarhúsaeigendur í Indriðastaðalandi fyrir en einnig segir hann koma til greina að leigja út pláss til annarra ef þau seljist ekki upp. Hann er hinsvegar bjartsýnn á að bryggjan verði orðin fullnýtt innan skamms tíma. “Við byggðum bátaskýli fyrir tíu báta fyrir fáum misserum og þau eru öll seld og ég er viss um að bátum hérna á eftir að fjölga með tilkomu bryggjunnar. Það er ágætis veiði í vatninu og menn hafa verið að fá hérna stærðar urriða. Eins eru margir sem stunda sjóskíði á vatninu eða annars konar vatnasport og síðan er Skorradalsvatn með þeim bestu á landinu til að stunda skútusiglingar vegna þess hvað það er langt. Þá er líka gríðarleg uppbygging hér á Indriðastöðum og sumarhúsum fjölgar ört þannig að ég hef trú á því að innan fárra ára verði þörf á að stækka bryggjuna,” segir Jón Haukur Sigurðsson, hafnarstjóri í Skorradal.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is