04. júlí. 2005 12:11
Nú er tveimur mótum af fimm lokið í Íslandsbankamótaröðinni sem haldin er á miðvikudögum hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Spiluð er 18 holu punktakeppni með förgjöf í öllum mótunum og eru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar.
Fyrsta mótið fór fram þann 22. júní s.l. og í punktakeppninni var Steinar Berg Sævarsson efstur með 44 punkta en í höggleiknum var það Jón Elís Pétursson sem var bestur á 78 höggum. Í öðru mótinu, sem haldið var 29. júní sl., varð Guðjón Viðar Guðjónsson bestur í punktakeppninni með 41 punkt en Stefán Orri Ólafsson var á besta skori án forgjafar á 71 höggi eða einu undir pari vallarins.