05. júlí. 2005 12:19
Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrfræðistofnun er útlit fyrir gott sumar hjá breiðfirskum örnum. “Við flugum yfir varpið á laugardag og það lítur út fyrir að ástandið sé ágætt þrátt fyrir vorhret. Við vitum um 23 hreiður með ungum en það dugar til að halda stofninum í vexti þótt það mætti vissulega vera meira,” segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur. Arnarstofninn á Breiðafirði telur nú um 60 fugla og fer vaxandi.