06. júlí. 2005 12:20
Um síðustu helgi voru bíræfnir veiðiþjófar teknir glóðvolgir þar sem þeir voru við veiðar í laxastiganum í Búðardalsá í Dölum. Vart þarf að taka fram að veiði er stranglega bönnuð í laxastigum hvað þá í nágrenni þeirra, né heldur að stelast í fengsælar ár sem Búðardalsá er. Veiðarfæri voru gerð upptæk og mega “stigamennirnir” búast við kæru. Afli var ekki gerður upptækur þar sem ekki var um hann að ræða.