06. júlí. 2005 12:26
Óhemju góð veiði er í ám í Borgarfirði þessa dagana, göngur ótrúlegar og nánast mok víða. Holl, sem hafði lokið fyrri veiðidegi sínum í Brennu fyrir nokkrum dögum, hafði á land 32 laxa á aðeins tvær stangir. Brennulaxinn er á leið í Þverá og Kjarrá, en í báðum ánum hefur verið mikil veiði síðustu daga. Hollin, sem voru í ánum frá 30. júní og til hádegis á sunnudag 3. júlí, voru samtals með 256 laxa, en sjö stangir eru í hvorri á og oftast aðeins veitt á sex stangir í Þverá.
Sjá veiðifréttir í "Veiðihorni" Skessuhorns sem kemur út í dag.