Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. júlí. 2005 08:28

Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði settur af

Á síðasta fundi bæjarráðs Grundarfjarðar lýsti fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórn Grundarfjarðar yfir vanþóknun á ákvörðun meirihlutaflokkanna að vísa Garðari Svanssyni, bæjarfulltrúa J – listans, úr bæjarráði sem áheynarfulltrúa. Ákvörðun meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, kemur í kjölfar yfirlýsingar frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði þess efnis að flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Grundarfirði. “Eftir síðustu kosningar fékk fulltrúi J listans engin embætti og því var ákveðið að hann fengi sæti sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði en VG á þar fulltrúa,” segir Guðni Hallgrímsson oddviti Framsóknarmanna í bæjarstjórn Grundarfjarðar og formaður bæjarráðs. “Síðan hefur það gerst að J listi og VG hafa myndað einhvers konar kosningabandalag og eru farnir að vinna saman. Því er eðlilegt að þeir hafi bara einn fulltrúa í bæjarráði eins og hinir flokkarnir. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn eiga samtals fimm bæjarfulltrúa á móti tveimur úr minnihlutanum en einungis einn fulltrúa í bæjarráði. Þetta eru því eðlileg hlutföll,” segir Guðni. 

 

Í bókun Emils Sigurðssonar bæjarráðsmanns VG segir m.a: “Rök þau er meirihlutinn ber fyrir sig eru að aðrir bæjarstjórnarfulltrúar sem ekki eigi sæti í bæjarráði, efist um vægi sitt og meirihlutans í bæjarráðinu. Það ber þó að upplýsa, að Garðar er einungis áheyrnarfulltrúi með málfrelsi en ekki atkvæðisrétt og verður því vandséð hvernig það getur raskað vægi meirihlutans í bæjarráði. Virðist litið annað en vanþóknun á lýðræðislegum vinnubrögðum og hefnd í garð J-listans liggja þarna að baki.”

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is