Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2005 07:40

Víða skortur á vinnuafli

Atvinnuástand á Vesturlandi hefur ekki verið eins gott í mörg ár og er víða um landshlutann skortur á fólki til starfa. Hjá Svæðisvinnumiðlun Vesturlands fengust í byrjun vikunnar þær upplýsingar að gífurlega mikil hreifing væri á vinnuafli en tala atvinnulausra rokkar þó á bilinu 55-70 manns. “Allir karlar sem láta sjá sig hjá okkur fá um leið 3-4 atvinnuviðtöl. Mest vantar fyrirtækjunum fólk með vinnuvéla- og meiraprófsréttindi, en einna helst má segja að mæður mjög ungra barna og 17 ára unglingar fái síst vinnu og kemur þá til bæði dagvistunarmál og reglur sumra fyrirtækja um að taka ekki í vinnu yngri en 18 ára,” sagði Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, hjá Svæðisvinnumiðlun í samtali við Skessuhorn.

 

Aðspurður tók Andrés Konráðsson, framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi undir orð Þórunnar en hjá Loftorku hefur um nokkurt skeið verið viðvarandi skortur á iðnaðar- og verkamönnum auk þess sem stöðugt vantar bílstjóra og menn með lyftararéttindi. “Það er nánast ekkert um umsóknir og við höfum orðið að fá til landsins nokkurn fjölda af pólskum iðnaðar- og verkamönnum þar sem framboð vinnuafls hér heima er nánast ekkert,” sagði Andrés.

Sömu sögu er að segja víðar. Í Borgarnesi vantar t.d. einnig fólk til annarra byggingar,- iðnaðar- og verslunarstarfa, í Dalabyggð vantar í 10-15 störf af ýmsum toga, í Grundarfirði, á Grundartanga og á Akranesi er mikill skortur á mönnum til byggingarvinnu. Í Stykkishólmi vantar í 10 störf við fiskvinnslu. Sömu sögu er að segja víðar úr fjórðungnum. Gera má ráð fyrir að miðað við þessar upplýsingar vanti tugi ef ekki hundruð manna til starfa í landshlutann nú þegar til að ná að anna allri eftirspurn eftir vinnuafli.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is