25. júlí. 2005 04:43
Hagþjónusta landbúnaðarins hefur tekið saman kostnað við heyöflun sumarið 2005. Annars vegar er um að ræða áætlaðan beinan framleiðslukostnað á heimteknu heyi, án súgþurrkunnar og án virðisaukaskatts, og hins vegar áætlaðan beinan kostnað við að rúlla, pakka og binda hey (með og án virðisaukaskatts). Dæmi um kostnað á kg þurrefnis er 22,25 kr fyrir bundið þurrhey, 24,40 kr fyrir rúllubagga og 21,63 kr fyrir laust þurrhey. Kostnaður við rúllupökkun er 607,95 kr/rúllu. Nálgast ná niðurstöður samantektarinnar og helstu forsendur á www.hag.is