28. júlí. 2005 11:06
Dr. Jón Ólafsson hefur verið ráðinn prófessor í heimspeki við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Hann kemur til með að leiða þann hluta náms er tengist heimspeki og þá helst við hina nýju félagsvísinda- og hagfræðibraut sem stofnuð var við skólann í vor. Má þar nefna stóran hluta náms í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, eða HHS, en það er fyrsta námsleiðin sem í boði er innan nýju deildarinnar.
Auk Jóns hefur verið ráðinn við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst Sigurður R. Arnalds hæstaréttarlögmaður. Hann hefur verið stundakennari við skólann um árabil, auk þess að kenna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.