27. júlí. 2005 10:49
Í gær unnu starfsmenn Landmælinga Íslands, í samvinnu við Landhelgisgæsluna og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands að mælingum á hæð Hvannadalshnúks, hæsta tinds landsins. Flogið var með mælitæki upp á hnjúkinn í gær þar sem þau munu safna gögnum í tvo sólarhringa áður en þau verða sótt aftur. Í sömu ferð var einnig komið fyrir mælitækjum á tveimur öðrum stöðum í nágrenni hnjúksins til að fylgjast með hreyfingum jarðskorpunnar undir Öræfajökli.