25. júlí. 2005 12:19
Sala á íslensku lambakjöti hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar. Það er því útlit fyrir að allt kjöt í landinu klárist fram að sláturtíð í haust sem þýðir að hið svokallað kjötfall verður ekki lengur til. Um 13% aukning varð á sölu lambakjöts á síðasta ári og allt útlit er fyrir að salan verði mun meiri í ár. Hvert mannsbarn borðar nú 23 kg af lambakjöti á ári. Samkvæmt nýjustu könnun Skessuhorns hér á vefnum kýs ríflega helmingur Vestlendinga að hafa lambakjöt á grillinu en í öðru sæti og langt aftar í vinsældum er nautakjöt með um 15%.