Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2005 01:09

Pólverjarnir hækka um 196% í launum

Verkalýðsfélag Akraness hefur undanfarna daga verið að aðstoða eigendur Spútnikbáta ehf. á Akranesi við að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir Pólverjana fimm sem þar hafa unnið að undanförnu en launamál þeirra hafa verið í fréttum að undanförnu.  VLFA gekk frá ráðningarkjörum fyrir Pólverjana í gær og verður tímakaupið í dagvinnu 948 krónur og tímakaupið í yfirvinnunni verður 1.587.  Eins og fram hefur komið þá var haft eftir Pólverjunum sjálfum að þeir væru með 320 kr. á tímann að jafnaði.  Með þessum nýja ráðningarsamningi við eigendur Spútnik báta hækka Pólverjarnir um 196.2% í launum. 

 

Félagið þakkar Ingólfi Árnasyni stjórnarformanni Spútnikbáta fyrir að hafa viljað leysa málið jafn vel og farsællega og raunin varð. "Það er og verður stefna Verkalýðsfélags Akraness að verja hagsmuni okkar félagsmanna eins og kostur er, ekki mun verða horft í tíma né aura í þeirri hagsmunagæslu," segir í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Akraness.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is