04. ágúst. 2005 06:59
Kórinn Obala Koper frá Slóveníu heldur tónleika í Reykholtskirkju næstkomandi laugardag klukkan 16. Kórinn var stofnaður árið 1977 og hefur núverandi stjórnandi kórsins, Ambrož Copi, stjórnað honum frá árinu 1998. Kórinn flytur tónlist af ýmsum toga en leggur áherslu á flutning slóvenskrar samtímatónlistar.
Á efnisskrá tónlekanna verða verk eftir Sergej Rachmaninov, Felix Mendelssohn Bartholdy, Vytautas Miškinis, Mario Castelnuovo Tedesco, Ambrož Copi, Aldo Kumar og þjóðlög frá Istra í Slóveníu.
Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir eru velkomnir.